Exfoliating Face Scrub
Exfoliating Face Scrub

sanzi

Exfoliating Face Scrub

Verð 6.590 kr
  

EXFOLIATING FACE SCRUB 100 ml. 

Vítamínríkur andlitsskrúbbur sem fjarlægir dauðar húðfrumur.

Exfoliating Face Scrub er vítamínríkur andlitsskrúbbur sem fjarlægir dauðar húðfrumur og opnar svitaholurnar, sem gerir húðina þína móttækilegri fyrir að taka við þeim húðvörum sem koma í kjölfarið. Andlitsskrúbburinn okkar er góður fyrir allar húðgerðir þar sem hann mildur og fjarlægir dauðar húðfrumur með því að nota náttúrulegar kókoshnetuskeljar sem eru fínt duftformaðar.

Hvernig á að nota vöruna

Notaðu exfoliating Face Scrub 1-2 sinnum í viku eftir að þú hefur hreinsað húðina með Soft Cleansing Foam. Nuddið vörunni varlega inn í húðina með hringlaga hreyfingum í u.þ.b. 30-60 sekúndur. Forðastu augnsvæðið. Þvoið síðan vöruna með volgu vatni. Þannig fjarlægir þú þurra húð og dauðar húðfrumur á áhrifaríkan hátt - án þess að erta húðina.

Andlitsskrúbburinn inniheldur C-vítamín sem gefur húðinni ljóma og eykur kollagenframleiðslu, sem gerir húðina mýkri. Að auki inniheldur hann aloe vera, sem með græðandi eiginleikum sínum róar húðina. Þess má líka geta að kornin okkar eru unnin úr kókoshnetuskeljum í duftformi sem er gott fyrir bæði húðina og umhverfið. Kókosskeljar eru náttúruleg niðurbrjótanleg vara sem er bæði góð til að skrúbba andlitið og hefur ekki neikvæð áhrif á umhverfið eins og sést með andlitsskrúbba úr gerviefnum.

Jafnframt inniheldur skrúbburinn hýalúrónsýru sem bindur rakann í húðinni og heldur húðinni mjúkri og fyllri og hjálpar til við að viðhalda rakajafnvæginu í húðinni. Aloe vera veitir næringu og er græðandi - Aloe vera tryggir að húðin verði ekki pirruð eða ert.