Augnlína


Varanleg augnlína gæti verið fyrir þig ef þú ert búin að vera að leita að hinni fullkomnu vöru fyrir gerð augnlínu. Meðferðin felur í sér að dökk lína er gerð á augnlokið meðfram augnháralínunni.

Meðferðin er gerð þannig að fíngerð lína er gerð eftir augnháralínunni sem lítur út eins og eftir notkun augnblýants.

Kostir varanlegrar augnlínu eru margir og viðskiptavinur getur valið þá gerð og þykkt augnlínu sem hentar best hans eigin augnumgjörð. 

Ef þú notast daglega við eyeliner þá mun varanleg förðun spara mikinn tíma og pening þegar til lengri tíma er litið þó svo að línan komi aldrei í staðinn fyrir sterka línu eftir förðun.

Það mun koma þér á óvart þegar þú áttar þig á hve lífið verður auðvelt þegar þú vaknar á morgnana með fallegar línur í kringum augun. Engar áhyggjur framar af klesstum lit umhvefis augun, heldur eingöngu fullkomnar og skarpar línur.

Við munum byrja á að setja lit á milli augnháranna, síðan er liturinn byggður upp frá enda augans að augnkrók með þeirri þykkt á línunni sem viðskiptavinur óskar eftir og í lokin verður til hið fullkomna og fínlega útlit. Hægt er að velja breidd og þéttleika augnlínunnar sem og val á litum.

Við notum eingöngu Organic tattoo liti PHICONTOUR