Microblading tattoo á augabrúnir
Augabrúnir
Microblading tattoo er aðferð sem er nýjasta tæknin í varanlegri förðun á augabrúnir og felst í því að gera örfínar hárlínur á milli ekta háranna í augabrúnum til að móta og gera augabrúnirnar þykkari eða í stað hára sem ekki eru til staðar.
Þessi aðferð kallast „japanise medhod“ og er átt við það að ekki er notast við rafmagnstæki eins og alltaf er gert þegar tattoo er framkvæmt heldur er notað litið handstykki sem sett er í nál með örfínum nálaroddum sem dýft er í litinn og síðan gerðar fínlegar strokur sem festast í húðinni og líta út eins og hár.
Hægt er að velja um marga liti og mismunandi lag á brúnum. Þessa sérstöku meðferð frá Microblading Academy er hægt að fá hjá okkur á Lipurtá.
Þórhalla og Hrund á Lipurtá snyrtistofu fóru til Belgrade í Serbíu í október 2014 og sátu einkanámskeið hjá Branko Babic Microblading Academy í Microblading og í lok janúar 2015 fóru þær aftur til Serbiu og kláruðu einnig Masterclass námskeið hjá Branko Babic sem talinn er einn af fremstu sérfræðingum á sviði microblading í heiminum í dag. Í október 2015 fóru þær aftur til Serbiu og sátu Grand Masterclass nýjunganámskeið.
Þórhalla og Hrund hafa nú lokið öllum þáttum þjálfunar í Phibrows og fengið útskriftarskírteini frá Branko Babic Microblading Academy. Það sérstaka við þjálfunina hjá Branko Babic er að hann hefur hannað tæki sem gerir okkur kleift að mæla upp brúnirnar nákvæmlega hjá hverjum og einum ásamt því að vinna með allar mælingar fyrir augabrúnirnar í gegnum myndavél með sérstöku Appi.
Við notum eingöngu Organic tattoo liti frá PHIBROWS.