Tattoo - varanleg förðun
Varanleg förðun
Varanleg förðun eða tattoo fer grynnra í húðina en venjulegt húðflúr. Þess vegna eyðist liturinn smám saman og er endingartíminn 1 - 3 ár. Við setjum línu í kringum augu, skyggingu eða microblading hairstoke á augabrúnir og varalínu sem stækkar eða lagfærir eftir þörfum hvers og eins. Einungis eru notaðir litir frá PHIBROWS og PHICONTOUR sem eru náttúrulegir og án allra skaðlegra efna.
Snyrtifræðimeistarar okkar hafa starfað við tattoo í yfir tuttugu ár og hafa mikla reynslu. Við vinnum með hágæðatækjabúnað og eru allir fylgihlutir sem notaðir eru við hverja meðferð einnota.Hver meðferð tekur tvö skipti, með ca. fjögurra til sex vikna millibili. Þá verður áferðin betri og endingin lengri.
Einnig er boðið upp á lagfæringu á eldra tattoo sem er eitt skipti.
Mikið er um að konur sem hafa misst hárið vegna sjúkdóma eða lyfjameðferðar komi til okkar. Mjög gott er að láta setja línuna í brúnirnar áður en hárið fer, ef því verður við komið. Þá er öruggt að þegar hárin koma aftur vaxa þau í línuna. Hægt er að setja augabrúnalínuna í á meðan á lyfjameðferð stendur.
Viðskiptavinir athugið !
Það þarf starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu til að starfa við og framkvæma varanlega förðun - tattoo. Hjá okkur starfa einungis snyrtifræðimeistarar við tattoo. Láttu fagmann sjá um þitt útlit. Við erum viðurkendur meðferðaraðili hjá sjúkratryggingum Íslands og gegn framvísun reiknings frá okkur fæst endurgreiðsla fyrir meðferðaraðila í krabbameinsmeðferð.
Samstarfsaðilar okkar úti á landi eru Abaco á Akureyri og Snyrtistofan Alda á Egilstöðum. Athugið samt að ekki er tekið við gjafabféfum frá Lipurtá þar.