Meðferðir


ANDLITSMEÐFERÐIR
Andlitsbað 90 mín.
Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Kreistun ef þarf og síðan 20 mínútna nudd á andlit, háls   og axlir. Maski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring.
​Nudd og maski 60 mín.
Yfirborðshreinsun og djúphreinsun. 20 mínútna nudd á andlit, háls og axlir. Maski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring.
Húðhreinsun 60 mín.
Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Öll óhreinindi kreist og djúphreinsimaski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring.
Bakhreinsun 60 mín.
Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Öll óhreinindi kreist og djúphreinsimaski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring
Academy ávaxtasýrumeðferð 60 mín. 
Sameinar kosti ýmissa yngjandi meðferða fyrir húðina í einni meðferð sem er alveg einstök og er þar að auki alveg 100% náttúrleg. Þessi meðferð vinnur gegn öldrun -  hefur yngjandi áhrif – er rakagefandi - og endurnýjar húðina.

Philings húðmeðferð 60 mín. 
Sameinar kosti ýmissa yngjandi meðferða fyrir húðina í einni meðferð sem alveg einstök og er þar að auki alveg 100% náttúrleg. Þessi meðferð vinnur gegn öldrun -  hefur yngjandi áhrif – er rakagefandi - og endurnýjar húðina.
Phinoderm húðmeðferð 60 mín. 
Nýjasta Phimeðferðin. Notaðar eru dermarúllur með örfínum nálum til að rispa húðina og koma niður í hana hylaronic sýru sem er einstakt fylliefni. Frábær meðferð.
Philings meðferð 60 mín. 
Virk meðferð á djúpar línur og hrukkur, frekari upplýsingar á stofunni.
Guinot Age summum 60 mín. 
Dásamleg c-vítamín meðferð sem inniheldur Guinot vörur, er einstaklega virk andlitsmeðferð sem vinnur gegn ótímabærum aldursbreytingum. Meðferðin örvar endurnýjun húðfrumna, stinnir og þéttir húðvefi. Innifalið í meðferðinni er nudd á andlit, bringu og herðar.
Öllum andlitsmeðferðum fylgir húðgreining, ráðleggingjar um rétta umhirðu húðar og val á réttum húðsnyrtivörum fyrir þína húðgerð
 
AUGU
Litun og plokkun eða vax á brúnir 30 mín.
Augnabrúnalitun og litun á augnhár. Augabrúnir mótaðar með plokkun eða vaxi.
Lash lift með litun 45 mín.
Meðferð þar sem augnhár eru brett upp og lituð og útkoman er fullkomin sveigja á augnhárin, endist í 6 - 8 vikur.

Brow lift með litun 30 mín
Meðferð þar sem notast er við ,,permanent” efni til þess að breyta lögun augabrúna eða slétta úr hárum. Meðferðin hentar vel þeim sem eru með krulluð hár í augabrúnum sem erfitt er að hafa hemil á og þeim sem eru með þunnar brúnir og vilja þykkja þær með lengd háranna.
Augnmaski 30 mín.
Augnmaskameðferð í kring um augu. Bæði hægt að fá hrukkumeðferð og bjúglosandi meðferð. Meðferðin skiptist í nudd í kring um augu og augnmaska á eftir.
 
Augnháralenging 60 - 90 mín.
Það allra heitasta í dag, Sérstök hár frá hágæða merkiu Lash extend eru límd við þín eigin augnhár, einungis eitt augnhár er límt í einu (með sérstöku augnhára lími). Hárin eru svört og uppbrett þannig þú þarft hvorki að nota maskara eða augnhárabrettara, frekar en þú vilt. 40- 60 hár eru sett á hvort auga fyrir sig svo að lengingin verði falleg. Hægt er að velja úr lengd af hárum frá 8 mm til 15mm.
Augnháralenging hentar öllum aldurshópum og endist frá 3 vikum uppí 5 vikur!
 
FÆTUR
Fótsnyrting 60 mín.
Neglur eru snyrtar og klipptar. Naglabönd mýkt og snyrt. Hörð húð mýkt upp og nudduð með viðeigandi kremi. Neglur lakkaðar.

Litað gel á táneglur 60 mín.
Gel í mörgum litum. Endist í 3-4 vikur og hægt er að fá lakk í sama lit til að nota þegar nöglin fer að vaxa fram.

Nudd og maski á fætur 30 mín.
​Við bjóðum upp á meðferð sem samanstendur af nuddi með fótakremi frá Heliabrine og síðan er settur á nærandi maski einnig frá Heliabrine. Frábær kælandi meðferð fyrir þreytta fætur.
 
Fótaaðgerð 60 mín.
Á stofunni starfa löggildir fótaaðgerðafræðingar.
 
HENDUR
Handsnyrting 60 mín.
Neglur eru snyrtar og klipptar. Naglabönd mýkt og snyrt. Hörð húð mýkt upp og nudduð með viðeigandi kremi. Neglur lakkaðar.
Parafín handmaski 20 mín.
Sérlega góður og djúpnærandi maski fyrir hendur.
Neglur 90 mín.
Framlenging á eigin neglur, neglurnar verða eðlilegar og sterkar. Notað er Magnetic gel sem er náttúrulegt gel og án allra efna sem geta skaðað nöglina.
Gel á eigin neglur 60 mín.
Góð styrking á eigin neglur til að þær vaxi fram án þess að brotna. Þínar neglur vaxa fram með gelinu. Notað er Magnetic efni.
Gellakk á neglur 60 mín.
Gel í mörgum litum. Endist í 2-3 vikur og hægt að fá lakk í sama lit til að nota þegar nöglin fer að vaxa fram.
 
HÁREYÐING 
Vaxmeðferðir, meðhöndlun á óæskilegum hárvexti. Við bjóðum upp á vaxmeðferðir á fætur, í nári, undir hendur, bak, í andliti og braselískt vax. 
 
ÝMSAR MEÐFERÐIR 
PhiRemoval
Aðferð til að fjarlægja tattoo og varanlega förðun úr húð með glygolic sýrum og enzyme power efnum frá PhiAcademy
Göt í eyru  
Lokkunum er skotið í eyrun úr dauðhreinsuðum pakka. Enginn sýkingarhætta. Við höfum 5 ára aldurstakmark.
Förðun 45 mín.
Förðun við öll tækifæri. Viðeigandi förðun er vandasamt verk og felst aðallega í því að gera fallega andlitsdrætti meira aðlaðandi og draga úr vanköntum.
- Dagförðun
- Kvöldförðun

 
VARANLEG FÖRÐUN
Microblading tattoo á brúnir og varanleg förðun á augu og varir.  
Þetta tattoo fer grynnra í húðina en venjulegt húðflúr. Þess vegna eyðist liturinn smám saman og er endingartíminn 1-3 ár.Við setjum línu í kringum augu, skyggingu eða microblade hairstoke á augabrúnir og varalínu sem stækkar eða lagfærir eftir þörfum hvers og eins.

Snyrtifræðimeistarar okkar hafa starfað við tattoo í 20 ár og hafa mikla reynslu. Við vinnum með vörur frá PHIBROWS og PHICONTOUR sem eru án Iron Oxide, náttúrulegir og eru allir fylgihlutir sem notaðir eru við hverja meðferð einnota. Hver meðferð tekur tvö skipti, með ca. 4-6 vikna millibili. 

Einnig er boðið upp á lagfæringu á eldra tattoo sem er eitt skipti. Mikið er um að konur sem hafa misst hárið vegna sjúkdóma eða lyfjameðferðar komi til okkar. Mjög gott er að láta setja línuna í brúnirnar áður en hárið fer, ef því verður við komið. Þá er öruggt að þegar hárin koma aftur vaxa þau í línuna. Hægt er að setja augabrúnalínuna í á meðan á lyfjameðferð stendur og erum við samþykktir meðferðaraðilar hjá hjá Tryggingastofnun Íslands vegna endurgreiðslu meðferðarinnar.

Eingöngu er hægt að nota gjafabréf í tattoo á Lipurtá í Hafnarfirði, en ekki hjá samstarfsaðilum úti á landi.