Meðferðir


ANDLITSMEÐFERÐIR


Lúxusandlitsbað - 105 mín. Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Kreistun ef þarf og síðan 20 mínútna nudd á andliti, hálsi og öxlum. Lúxusmaski og augnmaski fyrir viðeigandi húðgerð og dagnæring. 

 

Andlitsbað - 90 mín. Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Kreistun ef þarf og síðan 20 mínútna nudd á andlit, háls og axlir. Maski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring.

Nudd og maski - 60 mín. Yfirborðshreinsun og djúphreinsun. 20 mínútna nudd á andlit, háls og axlir. Maski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring.

Húðhreinsun - 60 mín. Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Öll óhreinindi kreist og djúphreinsimaski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring. 

Bakhreinsun - 60 mín. Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Öll óhreinindi kreist og djúphreinsimaski fyrir viðeigandi húðgerð. Dagnæring.

Húðslípun - 60 mín. Ultrapeel Crystal. Ein helsta nýjungin í húðmeðferð í dag og byggist á örslípun húðarinnar með mikrókristöllum sem gera það að verrkum að húðin endurnýjar sig hraðar - ör og lýti minnka eða hverfa alveg. Ultrapeel Cristal vinnur á áhrifaríkan hátt á hrukkum, húðsliti, örum, litablettum og bólugrafinni húð (acne). Meðferðin er sársaukalítil. Húðin jafnar sig fljótt og fær strax á sig frískari blæ. Hægt er að fá húðslípun með annarri andlitsmeðferð.

 

PhiLings microneedle húðmeðferð - 30 mín. Sameinar kosti ýmissa yngjandi meðferða fyrir húðina í einni meðferð sem er alveg einstök og er þar að auki alveg 100% náttúrleg. Þessi meðferð vinnur gegn öldrun -  hefur yngjandi áhrif – er rakagefandi - og endurnýjar húðina.     

 

GUINOT 

Guinot sérmeðferðir:

Aromatic – ilmkjarnaolíumeðferð - 50 mín.

Beauté Neuve – ávaxtasýrumeðferð - 60 mín.

Liftosome - 60 mín.

Age Summum - 60 mín.

 

Hydradermie meðferðir:

 

Hydradermie – Djúpvirkandi meðferð - 90 mín.

 

Hydradermie lift: 

 

Hydradermie og Lift - 90 mín.

Hydradermie Lift, með nuddi og maska - 75 mín.

Hydradermie Lift , með nuddi eða maska - 60 mín. 

 

 

Hydradermie Eye Lift:

 

Eye Logic - 45 mín.

 

Hvaða GUINOT meðferð hentar þér er ákveðin er í samráði við þinn snyrtifræðing. 10% afsláttur er gefinn ef keyptir eru fimm tímar eða fleiri í einu.

 

 

AUGU


Litun og plokkun eða vax á brúnir - Augnabrúnalitun og litun á augnhár. Augabrúnir mótaðar með plokkun eða vaxi.

 

Augnhárapermanett - Lyfting fyrir augnhárin, endist í 6 - 8 vikur.

 

Augnmaski - 30 mínútna meðferð í kring um augu. Bæði hægt að fá hrukkumeðferð og bjúglosandi meðferð. Meðferðin skiptist í nudd í kring um augu og augnmaska á eftir.

 

Augnháralenging - Það allra heitasta í dag, PhiLashes augnhárlengingar. Sérstök minka hár eru límd við þín eigin augnhár, einungis eitt augnhár er límt í einu (með sérstöku augnhára lími). Hárin eru svört og uppbrett þannig þú þarft hvorki að nota maskara eða augnhárabrettara, frekar en þú vilt. 40- 60 hár eru sett á hvort auga fyrir sig svo að lengingin verði falleg. Hægt er að velja úr lengd af hárum frá 8 mm til 15mm.

Augnháralenging hentar öllum aldurshópum og endist frá 3 vikum uppí 5 vikur!   

 

FÆTUR


Fótsnyrting – 50 mín. Neglur eru snyrtar og klipptar. Naglabönd mýkt og snyrt. Hörð húð mýkt upp og nudduð með viðeigandi kremi. Neglur lakkaðar.

Litað gel á táneglur 60 mín. Gel í mörgum litum. Endist í 3-4 vikur og hægt er að fá lakk í sama lit til að nota þegar nöglin fer að vaxa fram.

 

Nudd og maski - 30 mín. Nú bjóðum við upp á nýja meðferð sem tekur 30 mín. og samanstendur nuddi með fótakremi frá Heliabrine og síðan er settur á nærandi maski einnig frá Heliabrine. Frábær kælandi meðferð fyrir þreytta fætur.  

 

Fótaaðgerðir – 50-60 mín. Á stofunni starfa tveir löggildir fótaaðgerðafræðingar. Þynnum þykkar neglur. Fjarlægjum líkþorn og harða húð. Setjum spangir á niðurgrónar neglur. Við gefum ráðleggingar við húð og naglasvepp o.f.l. Við erum sérhæfðar í meðhöndlun fyrir sykursjúka.

 

HENDUR


Handsnyrting – 60 mín. Neglur eru snyrtar og þjalaðar, naglabönd mýkt og snyrt. Róandi handnudd með djúpnærandi handkremi. Lökkun ef óskað er, með lituðu lakki eða french manicure.

 

Parafín handmaski - 15 mín. Sérlega góður og djúpnærandi maski fyrir hendur. 

Gel eða Akrýl neglur – 90 mín. Framlenging á eigin neglur, neglurnar verða eðlilegar og sterkar. Notað er Pro nails gel sem er náttúrulegt og án allra efna sem geta skaðað nöglina. Einnig bjóðum i við upp á akrýl neglur.

 

Gel á eigin neglur – 60 mín. Góð styrking á eigin neglur til að þær vaxi fram án þess að brotna. Þínar neglur vaxa fram með gelinu. Notað er Pro nails eða Akrýl efni.

Litað gel á neglur - 60 mín. Gel í mörgum litum. Endist í 2-3 vikur og hægt að fá lakk í sama lit til að nota þegar nöglin fer að vaxa fram.

 

HÁREYÐING


Vaxmeðferðir - Meðhöndlun á óæskilegum hárvexti. Vaxmeðferðir á fætur og í nára, undir hendur og í andliti.

 

Súkkulaðivax – Sérstaklega ætlað á viðkvæma staði eins og andlit, undir hendur og í nára. Frábær útkoma en aðeins hærra verð.

 

Háreyðing - Varanleg háreyðing með rafstraumi. Nál er stungið í hársekkinn og straumur sendur niður, sem eyðir hárinu. Oft þarf samt að endurtaka meðferðina nokkrum sinnum.

 

ÝMSAR MEÐFERÐIR


PhiRemoval er ný meðferð þar sem hægt er að fjarlægja tattoo af viðkvæmum stöðum svo sem í kringum augu

 

Göt í eyru - Lokkunum er skotið í eyrun úr dauðhreinsuðum pakka. Enginn sýkingarhætta. Við höfum 5 ára aldurstakmark.

 

Förðun - 45 mín. Förðun við öll tækifæri. Viðeigandi förðun er vandasamt verk og felst aðallega í því að gera fallega andlitsdrætti meira aðlaðandi og draga úr vanköntum.

• Dagförðun
• Kvöldförðun
• Brúðarförðun með prufu

 

TATTOO


Microblading tattoo á brúnir og varanleg förðun á augu og varir.

 

Þetta tattoo fer grynnra í húðina en venjulegt húðflúr. Þess vegna eyðist liturinn smám saman og er endingartíminn 1-3 ár.Við setjum línu í kringum augu, skyggingu eða microblade hairstoke á augabrúnir og varalínu sem stækkar eða lagfærir eftir þörfum hvers og eins.

Snyrtifræðimeistarar okkar hafa starfað við tattoo í 20 ár og hafa mikla reynslu. Við vinnum með vörur frá PHIBROWS og PHICONTOUR sem eru án Iron Oxide, náttúrulegir og eru allir fylgihlutir sem notaðir eru við hverja meðferð einnota. Hver meðferð tekur tvö skipti, með ca. 4-6 vikna millibili. 

Einnig er boðið upp á lagfæringu á eldra tattoo sem er eitt skipti.

Mikið er um að konur sem hafa misst hárið vegna sjúkdóma eða lyfjameðferðar komi til okkar. Mjög gott er að láta setja línuna í brúnirnar áður en hárið fer, ef því verður við komið. Þá er öruggt að þegar hárin koma aftur vaxa þau í línuna. Hægt er að setja augabrúnalínuna í á meðan á lyfjameðferð stendur og erum við samþykktir meðferðaraðilar hjá hjá Tryggingastofnun Íslands vegna endurgreiðslu meðferðarinnar. 

 

     


Athugið !

Öllum andlitsmeðferðum fylgir húðgreining, ráðleggingjar um rétta umhirðu húðar og val á réttum húðsnyrtivörum fyrir þína húðgerð.